Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu
Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir.
Þingvellir

Fyrirmyndarstaðir í ferðaþjónustu

Vörður eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Staðir sem eiga að verða Vörður þurfa að uppfylla eða vinna markvisst að viðmiðum Vörðu og sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að þeim verði framfylgt. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum og stuðlað að verndun náttúru, menningarsögulegra minja og landslagsheildar svæðisins. Gæði eru höfð að leiðarljósi í móttöku gesta og borin er virðing fyrir íbúum, staðaranda og framþróun svæðisins.

Learn More

Markmið

Vörðum er ætlað að skapa umgjörð um hug­mynda­fræði heildstæðrar nálgunar á­fanga­staða­stjórn­un­ar sem er liður í því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferða­þjón­ustu til framtíðar. Vörðum er ætlað að vera vegvísar fyrir ferðamenn á leið þeirra um landið að áfangastöðum þar sem öll umgjörð, skipulag og móttaka gesta er framúrskarandi.

Learn More

Ávinningur

Vörumerkið Varða felur í sér viðurkenningu og staðfestingu á framúrskarandi á­fanga­staða­stjórn­un og áfangastaðir geta nýtt sér Vörðu í mark­aðs­setn­ingu. Að auki geta umsjónaraðilar á­fanga­staða deilt reynslu sinni og lært hver af öðrum. Með uppbyggingu Varða um allt land styrkist ímynd Íslands sem áfangastaðar ferðamanna þar sem jákvæð upplifun er í fyrirrúmi og horft er til sjálfbærrar þróunar.

Learn More

Merkið

Vörumerkið Varða er viðurkenning á því að stjórnun áfangastaðarins sé til fyrirmyndar.

Hönnun merkisins byggir á sömu grunnstoðum og vörðurnar sjálfar. Í grunninn sýnir merkið form vörðu og táknar jafnvægi náttúru og mannvirkja, með vísun í íslenska arfleifð og mynstur. Áhersla var lögð á að merkið endurspeglaði sögu og sérstöðu þeirra ólíku merkisstaða á Íslandi, sem geta með tíð og tíma orðið Vörður. Hver varða er sjálfstæð, en jafnframt hluti af heild, sem varðar leið að áfangastað. Úr varð einstakt merki sem er í senn tímalaust, táknrænt og íslenskt. Brandenburg hannaði merki Vörðu.

Team

What we do

Nulla vel sodales tellus, quis condimentum enim. Nunc porttitor venenatis feugiat. Etiam quis faucibus erat, non accumsan leo. Aliquam erat volutpat. Vestibulum ac faucibus eros. Cras ullamcorper gravida tellus ut consequat.

Learn More
Vörður leiða ferðalanga
að helstu undrum Íslands
Vörður verða markaðssettar til íslenskra og erlendra ferðamanna og er ætlunin að úr verði þekkt merki sem ferðamenn leita uppi við skipulagningu á ferðalögum sínum. Þannig munu Vörður koma til með að leiða ferðamenn áfram á leið sinni um landið.